framhaldsnámskeið

Skráning er hafin á fyrsta framhaldsnámskeið vorsins en það verður haldið sunnudaginn 12. apríl. Aðalbraut bauð upp á nokkur slík námskeið í fyrra sem heppnuðust vel og almenn ánægja var með. Fengu jafnvel sumir afslátt af tryggingum sínum eftir að hafa sýnt fram á þátttöku í slíku námskeiði. Á námskeiðinu eru kennd rétt varnaðarviðbrögð við hættum í umferð ásamt almennum æfingum í að ráða betur við hjólið sitt. Námskeiðið tekur sex kennslustundir og kostar 18.000 kr. en þátttakendur mæta á sínu eigin hjóli. Greiddir Sniglar fá 20% afslátt af þessu námskeiði. Þeir sem hafa áhuga geta fengið leigt hjól til þátttöku. Til að skrá sig er nóg að senda tölvupóst á njall@adalbraut.is með nafni og gsm númeri.

Athugasemdir

athugasemdir