Dagatal Snigla

Að tilefni þess að Sniglar eru 25 ára á árinu var ákveðið að gefa út dagatal. Haft var samband við 12 sæta Snigla með lág númer, reynslubolta hina mestu og þeir beðnir um að taka þátt. Teknar voru myndir af þeim og þeir spurðir spjörunum úr. Einnig var tekin nýjasti snigilinn og smellt af honum mynd. Dagatalið átti að vera tilbúið rétt eftir áramótin en vegna fæðingarörðuleika prentara þá er það loks komið núna. 

Vonandi takið þið vel í þetta framtak og kaupið ykkur Snigladagatal en hefur vissulega söfnunargildi, en það kostar 1500 kr.

Dagatalið fáið þið hjá stjorn@sniglar.is í sniglabúðinni á Miðvikudögum kl 20:00 í Félagsheimilinu Skeljanesi og Motormax

Norðan menn geta nálgast dagatalið hjá Víði  M Hermannsyni #527 á Akureyri  527@sniglar.is eða 8692431 og í afgreiðslunni á Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5.

Athugasemdir

athugasemdir