Þekkir þú gripinn ?

Þetta hjól fannst í ruslahaug á Djúpárbakka rétt  norðan Akureyrar fyrir nokkru og var fært safninu. Bygging hjólsins er mjög óvenjuleg þar sem bensíntankur, bretti og aðrir boddy hlutir eru hluti af grind hjólsins. Einnig er áhugavert að sjá að sætisáklæðið hefur verið fest með tré kubbum. Ekki hefur tekist að bera kennsl á hvaða tegund og/eða árgerð hjólið er, svo ef þú hefur einhverja hugmynd um tegund eða einhverjar upplýsingar um gripinn sendu endilega línu á joi@motorhjolasafn.is Meira af myndum á heimasíðu mótorhjólasafnsins www.motorhjolasafn.is

 

Athugasemdir

athugasemdir