Hagnýt ráð við akstur bifhjóls

Þessi ráð eru unnin útfrá nákvæmri rannsókn af öllum slysum þar sem mótorhjól komu við sögu og áttu sér stað í Buckinghamshire á 3ja ára tímabili, frá 1. maí1994 – 30 apríl 1997.

Gatnamót.
Algengasta tegund slysa, var þegar annað farartæki ók í veg fyrir leið mótorhjóls, til þess að koma inn á eða fara af hliðarvegi eða innkeyrslum. Í hringtorgum, var algengasta tegund slysa þegar annað farartæki fór inn í hringtorgið í veg fyrir mótorhjól sem þegar var statt í hringtorginu. 1 af hverjum 5 mótorhjólaslysum voru af þessarri tegund, þegar ökumaður mótorhjólsins hafði réttinn.
Ráð
Undirbúið ykkur fyrir gatnamót sem nálgast:
Takið eftir ökutækjum sem bíða eftir að koma inn á aðalveginn, eða nálgast frá hliðarvegi, og verið viðbúin að stoppa eða sveigja frá (evasive action). Í íbúðarhverfum, svipist um eftir farartækjum sem geta komið út úr innkeyrslum. Gerðu ráð fyrir hliðargötum og innkeyrslum sem geta verið falin fyrir gróðri, beygjum eða öðrum faratækjum. Vertu viss um að aðrir ökumenn sjái þig eins vel og mögulegt er. Auðvelt er að líta fram hjá mótorhjólum og geta þau verið alveg falin sjónum annarra ökumanna sökum smæðar og umhverfis. Veldu réttan hraða þegar þú nálgast gatnamót. Ökumaður sem kemur frá hliðarvegi, getur ekki vikið fyrir mótorhjóli sem hann sér ekki, en birtist síðan á miklum hraða áður en innakstri er lokið.  Þetta á sérstaklega við um hægfara flutningsfarartæki eða landbúnaðarvélar. 
Framúrakstur
Um það bil 1 af hverjum 5 mótorhjólaslysum verða við framúrakstur. Næstum 1 af hverjum 3 framúrakstursslysum fólust í því að mótorhjólið fór fram úr kyrrstæðum eða hægfara farartækjum eins og í umferðarteppum, þar sem að algengasta tegund slyss var þegar annað farartæki beygði til hægri ( sambærilegt vinstri beygju hjá okkur sem búum við hægri handar umferð (annaðhvort inn á eða út af hliðarvegi eða innkeyrslu)) eða tóku U-beygju í veg fyrir mótorhjólið. Í öðrum framúrakstursslysum var algengasta slysið þegar farartækið sem tekið var fram úr beygði til hægri ( vinstri á íslandi ) á meðan mótorhjólið var að taka fram úr.
Ráð.
Vertu eins áberandi fyrir aðra ökumenn og hægt er.
Gerðu ráð fyrir að hinir ökumennirnir hafi ekki séð þig og gerðu ráð fyrir óvæntum viðbrögðum þeirra.
Ekki reyna framúrakstur nálægt hliðarvegum eða þar sem bílar geta komið úr innkeyrslum. Vertu á varðbergi gagnvart farartækjum sem geta beygt í veg fyrir þig.
Beygjur.
Um það bil 1 af hverjum 4 slysum gerast í beygjum.
Ráð.
Vertu viss um að hraðinn sé viðeigandi til að taka beygjuna án þess að missa stjórn og taktu mið af ástandi vegar. Gerðu ráð fyrir hættum sem geta verið huldar í beygjunni og möguleika til að stoppa tímanlega til að forðast þær.
Almennt.
Margir af ökumönnunum sem að lentu í slysum óku ekki í samræmi við aðstæður, sérstaklega með tilliti til hraða (of mikill hraði var áhrifavaldur í 1 af hverju 4 slysunum). Ökumenn farartækja voru oft ómeðvitaðir um tilveru mótorhjóla.  Það er nauðsynlegt fyrir mótorhjólamenn að keyra í “vörn” til að forðast það að verða fórnarlömb.

Þýtt efni frá bresku lögreglunni

http://www.bikesafe.co.uk/Bikesafe/Bikesafe2000/ridingtips.htm

Athugasemdir

athugasemdir