Vertu viðbúinn!

Þessi lesning inniheldur nokkur ráð fyrir okkur bifhjólafólk um hvernig við getum aukið öryggi okkar í umferðinni og mögulega komið í veg fyrir að þú verðir hluti af tölfræðilegum upplýsingum um bifhjólaslys á Íslandi. Til að forðast vandræði verður þú að vera fær ökumaður. Ef þú ert þegar góður ökumaður, vertu þá betri, passaðu samt að verða ekki “of góður”, þannig að þú hættir að vera vakandi fyrir umhverfinu. Halltu í það að vera alltaf mátulega “hræddur” þegar þú sest á hjólið. 

Færustu bifhjólamennirnir eru þeir sem eru alltaf viðbúnir því óvænta og eru því síður líklegir til að lenda í slysi. Við hittum öll vanhæfa bílstjóra í umferðinni og bifhjólafólk er varnarlítið gagnvart mistökum annarra. Þeir sem tileinka sér þá hugsun, að vera ávallt viðbúin að geta hitt á einn slíkan á hverri stundu eru við stjórn og eru líklegri til að forðast slys.

Almennt:
Hver sem ekur mótorhjóli eða vespu veit að það getur verið fljótlegasta leiðin frá A til B.
Að aka bifhjóli er einnig skemmtun og er sú vitundarvakning staðreynd og mikil aukning í hjólamennsku hér á landi. Á sama tíma eykst umferð bifreiða ár frá ári. Þar með verður það okkur einnig mikilvægara að geta tekist á við óvæntar uppákomur.
Hvort sem þú notar bifhjól til að komast til vinnu, ert hjólari sem hjólar á hverjum degi eða ferð í hjólatúrinn á góðviðrisdögum:
Vertu viss um að þú sért meðvitaður og endir ekki sem tölfræði.

Vertu viss um að þú:

  • Búist við óvæntum viðbrögðum ökumanns bifreiðarinnar. 
  • Sért í viðbragðsstöðu og athugull, þegar þú nálgast gatnamót eða hringtorg og þegar þú nálgast aðra varnarlausa vegfarendur eins og hjólamenn, hestamenn og börn. 
  • Aktu á hraða sem gefur þér færi á að hægja á þér og stöðva í tíma. Það óvænta getur gerst! Aktu samkvæmt aðstæðum og hægðu á þér í bleytu og í hálku. 
  • Vertu á réttri akrein eða í réttu hjólfari. Veldu staðsetningu sem gefur öðrum ökumönnum til kynna hvað þú hyggst gera. Og mundu eftir stefnuljósunum. 
  • Framúrakstur er varasamur. Sérðu hættu? Er blindhæð framundan eða gatnamót? Getur þú tekið framúr án þess að aka umfram getu eða svína fyrir aðra? 
  • Líttu vel í kringum þig, áður en þú færir þig á milli akreina, þú þarft að vita hvar önnur ökutæki eru á veginum og hvað þau hyggjast gera. Það gæti bjargað lífi þínu. 
  • Mundu að þú sést illa jafnvel að degi til.

Stundum geta ökumenn svínað fyrir okkur, en mundu að ef þú bregst illa við getur þú gert slæmar aðstæður verri. Þú gætir verið sá sem hlítur refsinguna hvort heldur í formi slyss eða sektar. Teldu upp að 10 og vertu þakklátur fyrir sjálfstjórnina!
Og hversu freistandi sem það kann að vera, ekki nota vegi landsins sem kappakstursbraut! Geymdu það fyrir kvartmíluna eða leggðu uppbyggingu brautar hér á landi lið.
Hvenær sem þú ferð út að hjóla skemmtu þér!! En keyrðu varlega!
Þýtt efni frá Think

Athugasemdir

athugasemdir