Stjórnarskipti á aðalfundi og Gæðasniglar 2008

Aðalfundur Snigla var haldinn laugardaginn 14.febrúar 2009.  Aðeins 1 stjórnarmeðlimur úr stjórn 2008 bauð sig fram til áframhaldandi setu í stjórn, Ólafur I. Hrólfsson, Hrósi #1999.  Hrósi hefur tekið við sæti formanns Snigla,  varaformaður er Hilde # 648, fjölmiðlafulltrúi er Gunnar Kraftaklerkur # 1617,  ritari Bergur # 1831 og gjaldkeri Kristrún # 1049. Varamenn eru Jói Rækja #234, Jói Bringa # 1131 og Neddi # 1837.
Á mynd frá v. Rækjan, Bringan, Bergur, Kraftaklerkur, Kristrún, Hrósi og Neddi. Á myndina vantar Hilde.

Gaedasniglar2009Fráfarandi stjórn óskar þessu flotta fólki til hamingju með kjörið og lýsir yfir fullum stuðningi við nýja stjórn.  Við viljum einnig nota tækifærið og þakka fyrir okkur, fyrir þann stuðning sem félagsmenn hafa sýnt okkur og þá aðstoð sem við höfum fengið af sannkölluðum Gæðasniglum. 

Aðalfundargerð mun birtast í heild sinni á vefnum von bráðar.

Stjórn 2008 þakkar fyrir sig,
Sylvía #1633
Hrósi #1999
Anna Birna # 1841
Stefanía # 1934
Flames # 1897

Athugasemdir

athugasemdir