Landsmót 2012

Landsmót bifhjólamanna 2012 er í höndum Mc Skál og verður haldið í Húnaveri „helgina“ 5. – 8. júlí
Nú er ekki seinna vænna en að fara að safna sér fyrir góðu pari af tjúttskóm, brugga gott seið og láta króma tjaldhælana því ef Mc Skál eru þekktir fyrir einhvað þá er það stuð og stemmning.  Nánari upplýsingar um dagskrá og framvindu munu birtast hér á síðunni þegar nær dregur stemmunni. En verið klár á að taka helgina frá og bóka sumarfríið strax, nú ef þú færð ekki frí þá er vinnan ekki þess virði að sinna henni.

Athugasemdir

athugasemdir