Félagsfundur – Hugmyndakvöld

Liggur þú á góðum hugmyndum fyrir starf Snigla? Vantar þig að koma ábendingum um starfið á framfæri? Þá höfum við réttan stað og stund fyrir þig.

Félagsfundurinn næsta miðvikudag verður hugmyndakvöld. Þá gefst félagsmönnum færi á að koma hugmyndum sínum á framfæri við stjórn. Allar hugmyndir, sama hversu litlar eða stórar, eru vel þegnar. Viljum við því hvetja alla sem liggja á góðum hugmyndum að kíkja við, fá sér sér kaffibolla, og spjalla við stjórn og aðra félagsmenn.

Athugasemdir

athugasemdir