Afmælishjólamíla 16. ágúst

k2_items_src_96cba9244d7f9076720df00586971bd0Næsta laugardag, 16. ágúst, verður afmælishjólamína Snigla haldin á Kvartmílubrautinni í Kapelluhrauni. Mílan er haldin í tilefni 30 ára afmælis Snigla er og hún haldin í samstarfi við Kvartmíluklúbbuinn. Að sögn Sigurjóns Andersen, stjórnarmanns í KK og fyrrverandi stjórnarmaður Snigla, verður keppt i mörgum flokkum. Reynt verður að fá fólk til að keppa i hippaflokki, skellinöðruflokki, fornhjólaflokki og svo auðvitað hefðbundnum flokkum, yfir og undir 800 rsm.

Hægt verður að skrá sig inn á kvartmila.is strax annað kvöld og skráningu lýkur á fimmtudagskvöldið. Staðfest er að Hilmar Lúthersson, Snigill nr. 1, hafi boðað komu sína og verður hann örugglega elsti keppandinn á brautinni, 76 ára gamall. Tæmerinn, eins og hann er kallaður, er ekkert ókunnugur því að keppa í kvartmílu því á stofnári Sniglanna vann hann hjólaflokkinn í keppninni 10. júlí á Yamaha FJ1100 og fór hann brautina á tímanum 11.36 sek.

Sniglar hvetja alla sem áhuga á að taka þátt að skrá sig á kvartmíla.is og vonumst við til að sjá öfluga keppni í bæði hefðbundnari flokkum sem þeim óhefðbundnari.

Athugasemdir

athugasemdir