Baráttan skilar árangri

k2_items_src_eeca348660096e711cd17c1f61fb2519Frumvarp til breytinga á umferðarlögum hefur nú enn eina ferðina verið lagt fyrir Alþingi. Ekki hefur gengið hjá Alþingi að klára nauðsynlegar umræður um þetta frumvarp til þessa og er það því lagt fram aftur á yfirstandandi þingi.

Í þetta sinn berast þær gleðifréttir af frumvarpinu að ýmsar athugasemdir Snigla hafa verið teknar til greina eins og t.d. ákvæði um börn sem farþega á bifhjóli. Í fyrri drögum hefur verið miðað við það að barn sem er farþegi á bifhjóli þurfi að vera hið minnsta 150 sm að hæð. Sniglar hafa mótmælt þessu ákvæði og bent á hvernig þessum málum er háttað í nágrannalöndum okkar.

Þessar ábendingar Snigla hafa orðið til þess að í frumvarpinu sem nú liggur fyrir Alþingi er ákvæðið á þá leið að barn sem er sjö ára eða yngra skuli sitja í þar til gerðum sætum en börn eldri en sjö ára skuli ná með fæturna niður á fóthvílur bifhjólsins, eða vera í sæti eins og þau börn sem yngri eru.

Ýmis fleiri ákvæði eru í frumvarpinu sem snerta bifhjól um mun umferðarnefnd Snigla nú fara í það verk að rýna í frumvarpið og athuga hvernig þeim hlutum er háttað.

Athugasemdir

athugasemdir