Lagabreytingatillögur fyrir aðalfund

k2_items_src_01eec10693d9896b4d757174d0f20dd9Næsti aðalfundur Bifhjólasamtaka Lýðveldisins, Snigla, verður laugardaginn 28. febrúar 2015. Samkvæmt lögum samtakanna þarf að senda skriflegar tillögur til lagabreytinga eigi síðar en 15 dögum fyrir aðalfund. Laganefnd vill því minna á þetta lagaákvæði. Félagsmenn hafa því frest til 13. febrúar n.k. til að skila inn tillögum að lagabreytingum.

Skv. 9. grein laga samtakanna er hlutverk laganefndar m.a. að fara yfir þær tillögur sem henni berast og að koma með nýjar tillögur telji hún þess þörf. Laganefnd áskilur sér því rétt til að fara yfir þær tillögur sem berast, samræma þær eða vísa frá eftir þörfum sé rökstuðningur ekki nægur. Laganefnd mun, telji hún þess þörf, hafa samband við þá sem senda inn tillögur varðandi frekari úrvinnslu.

Mælst er til þess að þeir sem senda inn tillögur mæti á aðalfund til kynningar og andsvara á lagabreytingatillögum sínum. Vert er að benda á að vanda skal til lagabreytinga.

Lögin eins og þau eru í dag má finna hér á síðunni.

Tillögur skulu sendast á netfangið laganefnd@sniglar.is með fullum upplýsingum sendanda tillagnanna.

Athugasemdir

athugasemdir