Sniglar mótmæla notkun “Kodda”

Spöngin (2)Bifhjólasamtök Lýðveldisins Sniglar (BLS) mótmæla eindregið notkun svokallaðra “kodda” eða trapísulaga hraðahindrana í götum sem eru með meira en 30 km hámarkshraða. Að mati BLS er aðfallshorn koddanna of krappt fyrir fjöðrunarbúnað mótorhjóla á meiri hraða og getur skapað hættu fyrir ökumenn bifhjóla. Nýlegt dæmi um skýrslu frá Rannsóknarnefnd Samgönguslysa um banaslys á Akranesi sumarið 2013 ber vitni um þá hættu. Auk þess telja BLS að yfirborð “koddanna” sé mjög slétt sem gæti valdið því að þeir verði mjög hálir í bleytu og þ.a.l hættulegir bifhjólafólki. BLS krefst þess að “koddar” séu einungis notaðir í undantekningatilfellum og þá eingöngu á götum með 30 km hámarkshraða, þar sem það á við, og þar sem umferð er aðgreind með umferðareyjum.

Athugasemdir

athugasemdir