Aðalfundur Snigla, laugardaginn 28. febrúar

Fundarstaður:     Ökuskólinn í Mjódd, Þarabakka 3 Reykjavík
Fundartími:     Laugardagur 28. febrúar 2015 kl 09-11

Fundarefni:

 1. Skýrslur stjórnar og starfandi nefnda.
 2. Endurskoðaður ársreikningur liðins árs.
 3. Fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár.
 4. Ákvörðun félagsgjalda fyrir næsta ár.
 5. Lagabreytingar samkvæmt 11. grein.
 6. Kosningar samkvæmt 7. grein.
 7. Önnur mál.

Kosning í stjórn og nefndir

Stjórn félagsins skal skipuð fimm félagsmönnum. Þeir eru kosnir á aðalfundi til tveggja ára í senn samkvæmt eftirfarandi reglu:

 1. Formaður stjórnar skal kosinn annað hvert ár til tveggja ára í senn.
 2. Tveir stjórnarmenn skulu kosnir árlega til tveggja ára þannig tryggt sé að tveir þeirra haldi áfram á milli ára.
 3. Þrír varamenn í stjórn skulu kosnir til eins árs í senn.

Þá skulu eftirtaldir einnig kosnir á aðalfundi:

 1. Tveir skoðunarmenn reikninga skulu kosnir til eins árs í senn.
 2. Þrír menn skulu kosnir í laganefnd Snigla annað hvert ár til tveggja ára.  Laganefnd starfar skv. 9. grein.

Athugasemdir

athugasemdir