Vorfundur Samgöngustofu og Bifhjólafólks

Samgöngustofa boðar til sérstaks fundar um málefni og öryggi bifhjólamanna mánudaginn 27. apríl klukkan 18:00 í stóra fundarherberginu (matsal) í húsnæði Samgöngustofu. Salurinn er á jarðhæð og gengið er inn í húsið frá aðal bílastæðinu sem snýr út að Háaleitisbraut.

 Fundurinn er opinn öllu bifhjólafólki sem láta sig bifhjól og bifhjólmenningu varða. Ætlunin er að kynna slysatölfræði ársins 2014 þar sem bifhjólamenn koma við sögu. Fjallað verður um helstu breytingar á umferðarlögum er varða akstur bifhjóla. Rætt verður um ýmiss forvarnarmál og m.a. ástand gatna og vega eftir veturinn og hvernig best sé að tryggja öryggi bifhjólamanna við þær erfiðu aðstæður sem nú eru. Ýmislegt annað verður á dagskrá fundarins og áhersla er lögð á uppbyggilega og góða umræðu sem tryggt geti sem best öryggi okkar – bifhjólamanna. 

Einar Magnús Magnússon sem stýrir fundinum fyrir hönd Samgöngustofu lofar góðum fundi og vonar að sem flestir sjái sér fært að mæta.

 ATH FUNDURINN ER OPIN ÖLLU BIFHJÓLAFÓLKI HVORT SEM ÞAÐ ER Í KLÚBB EÐUR EI.

Sniglar tóku að sér að láta vita af fundinum fyrir hönd Samgöngustofu og halda utan um “event” á facebook:

Vorfundurhttps://www.facebook.com/events/1562978567324331/

 

Athugasemdir

athugasemdir