Opið hús í félagsheimilinu, miðvikudaga 19:30 – 21:00

Opið hús verður haldið alla miðvikudaga í sumar í félagsheimili Snigla í Skerjafirði milli klukkan 19:30 til 21:00.

Þar eru allir velkomnir jafnt nýtt sem notað bifhjólafólk, hvort sem það er í Sniglum eður ei.

Hin víðfrægu Vestfirðingakvöld verða haldin reglulega í sumar, þar hefur meðal annars verið boðið uppá frítt í nefið, hákarl og magadans.

Þann 3. júni næstkomandi verður á opnu húsi, fyrirlesturinn “aðkoma að óhöppum” fyrirlesari er Stefnir Snorrason, bráðatæknir hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Aðgangur að fyrirlestrinum er ókeypis.

Sjáumst !

Hér er linkur á staðsetningu félagsheimilis – athugið að félagsheimilið er inni í portinu og er aðgangur þar heimill.

http://ja.is/kort/?q=Sniglar%2C%20Skeljanesi&x=356462&y=405915&z=8&type=map

 

Athugasemdir

athugasemdir