Baráttumál Snigla á starfsárinu 2016-2017

Bifhjólasamtök Lýðveldisins, Sniglar skilgreina sig sem hagsmunasamtök einstaklinga og bera hagsmuni bifhjólafólks á Íslandi fyrir brjósti. Það er margt sem mæðir á bifhjólafólki,  oftar en ekki er lítið tillit tekið til þeirra þarfa og því telja Bifhjólasamtökin nauðsynlegt að birta þennan 10 atriða lista yfir helstu baráttumál samtakanna á starfsárinu 2016-2017.

Bifhjólasamtök Lýðveldisins Sniglar krefjast þess að:

1.Aldurstakmörk á A-próf verði lækkað í 19 ára, A2 próf í 17 ára og A1 próf í 16 ára, auk þess að reglugerð verði sett á     gangstéttarvespur.
2. Bannað verði að nota kubbahindranir í götum með meira en 30 km hámarkshraða.
3. Fá sérstök bifhjólastæði í miðbæjum helstu þéttbýlisstaða.
4. Vegrið séu bifhjólavæn og sérstakar undirakstursvarnir settar þar sem við á.
5. Leyfa bifhjólum að nota strætóreinar til að auka sýnileika.
6. Bifhjól verði flokkuð sem græn ökutæki og fái ívilnun á vörugjöldum og bílastæðum.
7. Gerð verði sérstök kennslusvæði sem uppfylla þær kröfur sem gerðar eru í bifhjólaprófum.
8. Öryggisfatnaður bifhjólafólks fái niðurfellingu á vörugjöldum.
9. Skoðanir á bifhjól og skoðunarreglugerðir séu endurskoðar.
10. Tekið sé tillit til þarfa bifhjólafólks við lagasetningar og að þær séu gerðar í samráði við bifhjólafólk.

Á morgun, laugardaginn 27. febrúar verður haldinn aðalfundur samtakanna og vilja Sniglar hvetja sem flesta til þess að mæta og taka þátt í að móta starf samtakanna.

Athugasemdir

athugasemdir