Vegakerfið stórhættulegt bifhjólafólki.

Bifhjólasamtök Lýðveldisins, Sniglar hafa sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu:

“Bifhjólasamtök Lýðveldisins, Sniglar, krefjast þess að sveitarfélög og aðrir veghaldarar sjái sóma sinn í því að halda úti hreinu og vel hirtu gatnakerfi svo það sé ekki stórhættulegt bifhjólafólki.”

Djúpar holur eru víða í götum sem auka verulega hættu fyrir bifhjólafólk.

Sniglar skora sérstaklega á Reykjavíkurborg að skola og þrífa götur til hagsbóta fyrir öll ökutæki.

Hvetjum alla er láta sig málið varða að mæta á Vorfund Snigla og Samgöngustofu 26. apríl í húsnæði Samgöngustofu kl 16:30-18:30.

Athugasemdir

athugasemdir