Vorfundur Samgöngustofu og bifhjólafólks

Samgöngustofa býður öllum áhugasömum á vorfund um málefni og öryggi bifhjólamanna þriðjudaginn 26. apríl klukkan 16:30 í stóra fundarherberginu (matsal) í húsnæði Samgöngustofu. Salurinn er á jarðhæð og gengið er inn í húsið frá aðal bílastæðinu sem snýr út að Háaleitisbraut.

 

 Fundurinn er opinn öllu bifhjólafólki sem láta sig bifhjól og bifhjólmenningu varða. Ætlunin er að kynna slysatölfræði ársins 2015  þar sem bifhjólafólk koma við sögu.

 

Áhersla er lögð á uppbyggilega og góða umræðu sem tryggt geti sem best öryggi okkar – bifhjólafólks. 

 

Aðgangur er ókeypis og heitt á könnunni.

 ATH FUNDURINN ER OPIN ÖLLU BIFHJÓLAFÓLKI HVORT SEM ÞAÐ ER Í KLÚBB EÐUR EI.         

 

“event” á facebook:

https://www.facebook.com/events/481786315362753/

Athugasemdir

athugasemdir