„Kraftaklerkurinn”, Grillhúsið og Sniglar styrktu Hollvini Grensás um 417 þúsund

Gunnar Sigurjónsson „kraftaklerkur“, hefur staðið fyrir Mótorhjólamessu á annan í hvítasunnu nú nokkur ár í röð. Grillhúsið hefur styrkt Hollvini Grensásdeildar með sölu „Kraftaklerksins”  – hamborgara sem boðið er upp á matseðli Grillhússins þennan eina dag á ári. Bifhjólasamtök Lýðveldisins Sniglar, hafa jafnframt styrkt Grensásdeild með sama framlagi og safnast á Grillhúsinu við sölu Kraftaklerksins.
Að þessu sinni söfnuðust kr. 208.452,- og fengu Hollvinir Grensásdeildar þann 24. maí því afhent samtals 417 þús.

Upphæðinni verður að sögn varið til að endurnýja húsbúnað í æfingaíbúðinni á Grensásdeild.

Meðfylgjandi mynd var tekin 24. maí á Grillhúsinu: Séra Gunnar Sigurjónsson „kraftaklerkur“, Iðunn Arnarsdóttir, gjaldkeri Bifhjólasamtaka Lýðveldisins, Ottó Schopka, formaður Hollvina Grensásdeildar og Þórður Bachmann, Grillhúsinu.

Athugasemdir

athugasemdir