Finnsk stjórnvöld hætta við að skattleggja mótorhjól

Eftir mikinn þrýsting frá finnsku mótorhjólasamtökunum SMOTO og MP69 ákváðu finnsk stjórnvöld í dag að hætta við fyrirhugaða skattlagningu á mótorhjól og sportbáta. Til stóð að setja sérstakan flatan skatt á þessi farartæki uppá 18.000 kr óháð notkun þeirra 1. mái næstkomandi. Viðurkenndu stjórnvöld rök mótorhjólasamtakanna að skatturinn myndi leiða til minni notkunnar og þar af leiðandi minni skatttekna af notkun hjólanna. Í Finnlandi er um 98.000 mótorhjól á skrá og áætlaðar tekjur af þessum skatti voru um þrír milljarðar.

Athugasemdir

athugasemdir