Engin veggjöld á mótorhjól í Skandinavíu

Hvalfjarðargöng og brýrnar yfir Eyrarsund og Stóra-Belti eru einu staðirnir í Skandinavíu þar sem að mótorhjól borga veggjöld.

Bifhjólasamtök Lýðveldisins, Sniglar hafa blandað sér í umræðuna um veggjöld og bent á að í fesltum nágrannalöndum okkar eru ekki rukkuð veggjöld af mótorhjólum. Til dæmis þurfa mótorhjól ekki að borga fyrir hraðbrautir, jarðgöng eða brýr í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og í Danmörku þurfa mótorhjól aðeins að borga fyrir að aka yfir brýrnar við Eyrarsund og Stóra-Belti. Að rukka mótorhjól um veggjöld er ýmsum vandkvæðum bundið og eins og gefur að skilja er það tímafrekt fyrir mótorhjólafólk að fara í veskið til að borga. Notkun lyklakorta fyrir mótorhjól hefur líka ýmis tæknileg vandamál í för með sér og dýrt er að koma fyrir myndavélum aukalega sem að geta myndað númerið aftan á mótorhjólinu. Því er ekki talið taka því að rukka mótorhjól um veggjöld og ætti þá því síður að vera reyndin á Íslandi. Í Hvalfjarðargöngum eru mótorhjól rukkuð um 200 kr fyrir hverja ferð sem er auðvitað ekki mikið og ekki um neinar stórupphæðir að ræða fyrir Spöl. Þegar stærri viðburðir eins og Raftasýningin í Borgarnesi og Landsmót Snigla og bifhjólfólks eru haldnir, hafa mótorhjól fegnið frítt í gegnum göngin til að valda ekki töfum á umferð. Enginn vill það ástand sem ríkir í Grikklandi þar sem að einkafyrirtæki ráða stórum hluta vegakerfisins og rukka háar upphæðir í veggjöld.

Land:                          Hraðbrautir:  Brýr:   Göng:

Ísland                         Nei                   Nei       Já
Noregur                      Nei                  Nei       Nei
Svíþjóð                        Nei                  Nei       Nei
Belgía                          Nei                  Nei       Nei
Þýskaland                  Nei                  Nei        Nei
Danmörk                    Nei                  Já          Nei
Holland                       Nei                  Nei        Já
Bretland                     Já                     Nei        Nei
Írland                         Já                     Já           Já
Kýpur                         Nei                   Nei         Nei
Grikkland                   Já                     Já          Já
Finnland                     Nei                  Nei         Nei
Frakkland                   Já                     Já          Já

Athugasemdir

athugasemdir