Stjórn Snigla skiptir með sér verkum

Frá vinstri Oddur Bjarnason varamaður, Njáll Gunnlaugsson formaður, Elías Fells gjaldkeri, Díana Hermannsdóttir fjölmiðlafulltrúi, Kristján E. Ágústsson varaformaður, Steinmar Gunnarsson ritari og Veigar Sigurður Jónsson varamaður. Á myndina vantar fráfarandi formann Hrönn Bjargar Harðardóttir en hún tekur nú sæti varamanns.

Nýkjörin stjórn Bifhjólasamtaka Lýðveldisins, Snigla hittist á sínum fyrsta stjórnarfundi í dag á Grillhúsinu á Sprengisandi. Fyrsta mál á dagskrá var að skipta með sér verkum og til aðstoðar Njáli Gunnlaugssyni, sem kosinn var formaður á nýafstöðnum aðalfundi völdust þeir Kristján E. Ágústsson sem varaformaður, Elías Fells sem gjaldkeri, Steinmar Gunnarsson sem ritari og Díana Hermannsdóttir sem fjölmiðlafulltrúi. Fundargerðir verða gerðar aðgengilegar á Facebook vef Snigla og má búast við fyrstu fundargerðinni þar á allra næstu dögum.

Athugasemdir

athugasemdir