Miðvikudagsfundir að hefjast í apríl

Næstu sex mánuði verða vikulegir félagsfundir haldnir í Sniglaheimilinu í Skeljanesi. Fyrir þá sem þekkja ekki leiðina er ekið út í Skerjafjörð og inn um hliðið við endastöð strætó. Fundir verða haldnir á miðvikudagskvöldum í sumar og hefjast stundvíslega klukkan 20:00. Nú styttist í 1. maí hópkeyrsluna og þeir sem hafa áhuga á að aðstoða við það eru velkomnir á fundi. Fundir um sérstök málefni verða auglýstir sérstaklega. Hlökkum til að sjá ykkur.

Athugasemdir

athugasemdir