Vel sóttur fundur með Röftum í Borgarnesi

Það var góð mæting á félagsfundi Rafta í Borgarnesi á mánudagskvöld en þar mættu þrír stjórnarmenn í Sniglum til að segja frá hvað væri á döfinni í hagsmunamálum bifhjólafólks. Var gert gott orð af fundinum og þótti hann fyrir margar sakir fróðlegur. Raftar eru eins og áður að skipuleggja hina árlegu Raftasýningu sem haldin er í maí ár hvert. Eflaust mun hjólafólk fjölmenna á sýninguna eins og áður enda hún veglegri með hverju árinu. Á döfinni er að heimsækja fleiri klúbba á næstunni.

Athugasemdir

athugasemdir