Góður vorfundur afstaðinn

Það rættist úr veðrinu seinnipartinn og ágætis mæting var því á vorfund Snigla og Samgöngustofu í dag. Þar viðruðu Sniglar baráttumál sín og Einar Magnús frá Samgöngustofu fór yfir bifhjólaslys liðins árs. Þrátt fyrir aukningu frá árinu áður, sem var það slysaminnsta í langan tíma voru slysin talsvert undir meðaltali áratugarins. Betri útlistun mun birtast í Fréttablaðinu á laugardaginn en með því fylgir átta síðna sérblað tileinkað mótorhjólum. Góðar umræður voru í lok fundarins þar sem rætt var um ástand vega og gatna, en Vegagerðin sendi einnig fulltrúa sinn á fundinn. Ákveðið var að Sniglar og Samgöngustofa myndu setja saman samráðshóp þar sem reifuð yrðu hagsmunamál okkar og þeim reynt að koma í betri farveg.

Athugasemdir

athugasemdir