Hópkeyrslan 1 maí 2017!

Nú eru auðvitað allir búnir að gera hjólin klár fyrir sumarið, og alveg tilvalið að mæta til að sýna sig og sjá aðra.

Keyrslan verður með sama sniði og í fyrra.

Hjólin safnast saman á Laugavegi upp úr kl 11:00 og leggur keyrslan af stað kl 12.30.

Keyrt er niður Bankastrætið og Lækjargötu til vinstri, inn Vonarstrætið og upp Suðurgötuna.

Hringbraut er svo ekin í vestur og Ánanaustin yfir á Geirsgötu, framhjá Hörpu.

ATH! Þar viljum við biðja bifhjólafólk um að sýna sérstaka aðgæslu, bæði vegna framkvæmda þeirra sem þar standa yfir og hópum ferðamanna sem vita ekki af keyrslunni og gætu átt það til að hlaupa yfir götuna við gangbrautirnar við Hörpu.

Keyrslan þræðir svo Sæbraut að Kringlumýrarbraut þar sem hún beygir inn á Krikjusandinn frá Sundlaugarvegi.

Á Kirkjusandi verður dagskrá þar sem gestir og gangandi eru velkomnir að skoða mótorhjólin,

fólki á bílum er bent á að koma snemma og leggja bílum sínum á malarplaninu næst Laugarnesvegi.

Við hlökkum mikið til að fá að sjá fákana og auðvitað ykkur líka :)

Athugasemdir

athugasemdir