Víða slæmir kaflar á Mosfellsheiði og við Þingvelli

Full ástæða er til að fara varlega á vegum við Þingvallavatn.

Mjög varasamt getur verið fyrir bifhjólafólk að keyra Mosfellsheiðina og gegnum þjóðgarðinn á Þingvöllum vegna ástands slitlagsins. Þar eru brotholur og flögnuð klæðing víða á veginum. Leiðin er vinsæl hjólaleið bifhjólafólks og því full ástæða til að fara varlega. Auk þess er mikill ágangur ferðamanna um þessa leið sem er enn frekar ástæða til að sýna aðgæslu.

Athugasemdir

athugasemdir