Mæting á Sniglafundi batnar til muna

Það er óhætt að segja að mæting á Sniglafundi hefur batnað til muna eftir að ákveðið var að hafa vikulega fundi í félagsheimilinu í Skeljanesi. Í kvöld mættu vel á þriðja tug hjóla og enn fleiri gestir og var fullt út úr dyrum. Til stendur að gera meira til að lífga upp á mætinguna eins og að vera með kvikmyndakvöld þar sem sýndar verða mótorhjólamyndir eða þættir. Ef þú ert á ferðinni kl 20:00 á miðvikudagskvöldi því ekki að renna við, það er heitt á könnunni.

Athugasemdir

athugasemdir