Bifhjólafólk og Grillhúsið styrkja Grensásdeild um hálfa milljón

Á mynd frá vinstri: Steinmar Gunnarsson – ritari Snigla, Þórður Bachmann – eigandi Grillhússins, Guðrún – varaformaður Hollvinasamtaka Grensáss og Gunnar Sigurjónsson “kraftaklerkur” – prestur í Digraneskirkju.

Það er orðinn árlegur viðburður að mótorhjólafólk styrki Hollvinasamtök Grensáss um veglega upphæð, en í dag voru Hollvinasamtökunum afhent söluandvirði Kraftaklerksins, sem er hamborgari sem aðeins er seldur á Annan í hvítasunnu þegar Mótorhjólamessan í Digraneskirkju fer fram. Allt söluandvirði hans rennur til samtakanna og Bifhjólasamtök Lýðveldisins, Sniglar hafa tekið sig til undanfarin misseri og jafnað þessa upphæð. Alls söfnuðust 260.152 kr að þessu sinni og voru því Hollvinasamtökunum afhentar 520.304 kr í dag. Bifhjólafólki er mikið í mun að styrkja þessi góðu samtök því að stundum þarf bifhjólafólk á þjónustu Grensásdeildar að halda.

Athugasemdir

athugasemdir