Aksturstækninámskeiðið einnig haldið á Akureyri

Niklas Lundin er sá kennari sem þróað hefur aksturstækninámskeiðin og er fær í sínu fagi eins og sjá má.

Til að koma til móts við Snigla fyrir norðan hefur stjórn Snigla ákveðið að senda sænsku bifhjólakennarana norður í land til að halda aukanámskeið í beygjutækni. Námskeiðið mun fara fram á aksturbraut Bílaklúbbs Akureyrar sem lánar brautina til að þetta geti farið fram. Líkt og fyrir sunnan verður námskeiðið fyrir norðan ókeypis að þessu sinni. Hægt er að skrá sig á námskeiðið á netfanginu 654@sniglar.is og mun námskeiðið fara fram kl 16:00 – 20:00 þriðjudaginn 25. júlí.

Athugasemdir

athugasemdir