Beygjutækninámskeið fimmtudaginn 21. sept

Frá aksturstækninámskeiði Snigla á Akureyri í sumar.

Sniglar standa fyrir öðru beygjutækninámskeiði næstkomandi fimmtudag og verður það haldið að þessu sinni á Rallíkrossbrautinni í Kapelluhrauni, en AÍH hefur góðfúslega veitt leyfi fyrir notkun brautarinnar. Námskeiðið hefst klukkan 18:00 og stendur í þrjár klukkustundir en matarhlé verður gert kl 19:30. Námskeiðsgjald er 9.900 kr en meðlimir í Bifhjólasamtökum Lýðveldisins fá námskeiðið án gjaldtöku ef þeir hafa greitt ársgjaldið. Kennarar á námskeiðinu verða þeir Njáll Gunnlaugsson og Þórður Bogason. Ef þú vilt skrá þig á námskeiðið er bara að senda tölvupóst á netfangið 654@sniglar.is með upplýsingum um fullt nafn og gsm númer, auk sniglanúmers ef viðkomandi er Snigill.

Athugasemdir

athugasemdir