Vikulegir fundir leggjast af í vetur

Fyrir utan Sniglaheimilið í Skeljanesi.

Eins og fram kom í vor var aðeins gert ráð fyrir vikulegum Sniglafundum fram í lok september, en við siglum nú inn í haustið og bráðum veturinn. Það þýðir þó ekki að engir fundir verða í vetur, en þeir verða þá auglýstir með góðum fyrirvara og munu innihalda einhverja dagskrá. Við biðjum meðlimi vora að sýna þessu skilning þar sem allt starf á vegum Snigla er unnið í sjálfboðastarfi. Vikulegir fundir munu svo aftur hefjast með vorinu.

Athugasemdir

athugasemdir