Mótorhjólavarnir á áströlsk vegrið

Stólpar víravegriða í Tasmaníu eru varðir með gúmmípúðum í kröppum beygjum.

Áströlsk vegamálayfirvöld hafa viðurkennt áhyggjur mótorhjólafólks þar í landi vegna vegriða og þá sér í lagi víravegriða. Þar unnu vegamálayfirvöld í Tasmaníu í samvinnu við Mótorhjólaráð Tasmaníu saman að því að finna hvaða vegrið bæri að nota á stöðum sem voru taldir hættulegir mótorhjólafólki. Voru báðir aðilar sammála um að þar sem saman færu hraði og krappar beygjur bæri að nota W-bita vegrið með sérstakri undirakstursvörn sem kæmi í veg fyrir að mótorhjólamaðurinn lenti á stólpunum. Þar sem hraði væri minni í beygjum væri í lagi að nota víravegrið en þar yrði komið fyrir gúmmípúðum við stólpana til að minnka hættu á meiðslum.

Undirakstursvarnir eins og þessar koma í veg fyrir að mótorhjólafólk lendi á stólpunum

 

Athugasemdir

athugasemdir