Mótorhjól á strætóreinum ?

Mótorhjól á strætóreinum

Eykur það skilvirkni umferðar og öryggi mótorhjólamanna ?

Meðal stjórnar BLS (Bifhjólasamtök Lýðveldisins Sniglar) hefur komið upp sú umræða hvort geti komið til greina að stjórnvöld leyfi akstur mótorhjóla á rauðum reinum (strætóreinum) ?

Sumsstaðar erlendis er akstur bifhjóla leyfður að öllu leyti, eða að hluta til á strætóreinum. Þetts er fyrirkomulag sem BLS telur að geti komið að gagni þegar um er að ræða skilvirkni og öryggi umferðar mótorhjóla í umferðinni á götum Reykjavíkurborgar.

Ef við skoðum aðeins hvernig þessu er háttað í ýmsum löndum Evrópu, lýtur það svona út:

Land Staða   Svæði Umfang
Svíþjóð Takmarkað   Stokkhólmur 22 götur/3 vegir
Noregur   Allt landið Allar akreinar
Austurríki Takmarkað   Vín 5 akreinar
Grikkland   Allt landið Allar akreinar
Spánn Takmarkað   Barcelona Allar akreinar
Stóra Bretland Takmarkað   Í ýmsum borgum Merkt
Sviss Takmarkað   Í sumum borgum Sérmerkt
Finnland Nei      
Frakland Nei      
Holland Nei      
Tékkland Nei      
Þýskaland Nei      
Danmörk Nei      
Norður Írland   Allt landið  
Írland Nei      
Belgía Takmarkað   Allt landið Sérmerkt
Ítalía Takmarkað   Mílanó Sumar akreinar
Portúgal Ekki vitað      
Lúxemborg Ekki vitað      
Tyrkland Nei      

Þegar taflan er skoðuð kemur í ljós að víða er þetta leyft að einhverju eða öllu leyti. Ef við lítum til Íslands, er eiginlega eingöngu um Reykjavíkurborg að ræða í þessum efnum. Mikil umræða hefur verið upp á síðkastið um forgang strætisvagna (og leigubíla) á götum borgarinnar og sýnist þar sitt hverjum. Með því að leyfa akstur mótorhjóla á strætóreinum, er auðvelt að auka til muna öryggi mótorhjólafólks í mikilli og þéttri umferð, auk þess sem það bíður upp á að vera fljótari í förum á ökutæki sem tekur minna pláss, mengar minna og hvers notkun veitir almenna gleði notenda.

Sumsstaðar í Evrópu undirbúa aðildarfélög FEMA (Federation of Euroipean Motorcycle Associations) sig undir viðræður við stjórnvöld (landa og borga) með það fyrir augum að leyfa akstur mótorhjóla á strætóreinum. Þetta á t.d. við um Þýskaland og Finnland. Í Svíþjóð eru í gangi viðræður milli stjórnvalda, tryggingafélaga, vegagerðar og SMC (Sveriges MotorCyklister)

Stjórn BLS leggur til við stjörnvöld að leyfi mótorhjólamanna til notkunar strætóreina (þar sem þær eru til staðar) verði fellt inn í ný og endurbætt umferðarlög sem leggja á fyrir vorþing 2018.

Athugasemdir

athugasemdir