Aðalfundur Snigla 2018

Aðalfundur Snigla 2018

Fundurinn haldinn í Skeljanesi þann 3. Marz 2018

Formaður setti 34. Aðalfund Snigla klukkan 11 árdegis.

 1. Fundarstjóri var skipaður Sigurjón Andesren, ritari var Steinmar Gunnarsson. Fundarstjóri tilkynnti að boðað hefði verið til fundarins með löglegum hætti og réttum fyrirvara. Engu var mótmælt í því sambandi.
 2. Steinmar Gunnarsson ritari, flutti skýrslu stjórnar. Ekki voru gerða athugasemdir við skýrsluna.
 3. Elías Fells fór yfir ársreikninga síðasta starfsárs og kom fram að tap var á rekstrinum. Ýmislegt hefur verið gert til að draga úr kostnaði.
 4. Fjáhagsáætlun næsta árs var lögð fram og er þar gert ráð fyrir að reksturinn verði aðeins í plús. Áætlunin var samþykkt.
 5. Ákvörðun félagsgjalda fyrir næsta ár.
  1. Formaðurinn lagði fram tillögu um hækkun félagsgjalda, en eftir nokkrar umræður var samþykkt að halda félagsgjöldum óbreyttum næsta árið.
 6. Lagabreytingar
  1. Engar lagabreytingar voru lagðar fram að þessu sinni.
 7. Ávarp formanns
  1. Njáll fór yfir hin ýmsu baráttumál Snigla; bæði sem eru á döfinni og eins það sem búið er að vinna í, þar með talið öryggismál, réttindamál og fundi með ráðamönnum. Einnig talaði hann um framtíðastaðsetningu félagsheimilis Snigla; ljóst er að við munum þurfa að huga að þeim málum innan tíðar og aðdragandi kosninga gæti verið rétta tímasetningin. Stjórnin áætlar að halda áfram að heimsækja hina ýmsu mótorhjólaklúbba, eins og byrjað var á síðasta starfsár.
 8. Kosning til stjórnar og nenfda
  1. Kjósa þurfti tvo menn í stjórn; Elías gjaldkeri býður sig fram í stöðu gjaldkera til tveggja ára. Ingvar Örn Ingvarsson bauð sig fram í stjórn.
  2. Varamenn eru kosnir til eins árs í senn og voru 3 í farmboði:
   1. Oddur Bjarnason gaf áframhaldandi kost á sér til setu
   2. Þorgerður Guðmundsdóttir bauð sig fram
   3. Gísli Jensson bauð sig fram
 1. Ofannefndir aðilar voru kosanir samhljóða og því er ný stjórn þannig skipuð:
  1. Njáll Gunnlaugsson formaður
  2. Elías Fells gjaldkeri
  3. Kristján Ágústson varaformaður
  4. Ingvar Örn Ingvarsson fjölmiðlafulltrúi
  5. Steinmar Gunnarsson ritari
 1. Varamenn í stjórn:
  1. Oddur Bjarnason
  2. Þorgerður Guðmundsdóttir
  3. Gísli Jensson

 

 

 1. Skoðunarmenn reikninga voru kosnir:
  1. Gunnlaugur Harðarson
  2. Sigurjón Andersen

Laganefnd er ekki virk sem stendur, hvorki hefur borist afsögn nefndar, né framboð til setu í téðri nefnd. Nefndina skipa í dag:

 • Gunnar Sigurjónsson
 • Kristrún Tryggvadóttir
 • Sigurgrímur Árnason
 1. Önnur mál
  1. Rætt var um ýmis öryggismál sem verða borin upp á Vorfundi
   1. Ljósanotkun
   2. Hraðahindranir
   3. Slysatölur
   4. Rannsóknir á umferðarslysum
   5. Vegrið; gerð þeirra og umhverfi
 1. Tryggingamál voru rædd; það er margt skrýtið á seyði í þeim kýrhaus, litið samræmi og mikið um geðþóttaákvarðanir tryggingasölumanna gagnvart viðskiptavinum.
 2. Ökuréttindaflokkar vélhjóla, ökupróf og skyld málefni
 3. Auglýsingaskilti Snigla
  1. Endum rúntinn heima.

Formaður sleit fundi um 12:30

Athugasemdir

athugasemdir