Nú verður rukkað í Stokkhólmi

1 bíll, átta hjól

Borgaryfirvöld í Stokkhólmi hafa ákveðið að innleiða heimsins hæstu stöðugjöld fyrir mótorhjól og skellinöðrur. Þetta er gert á nokkurrar rannsóknar eða mati á áhrifum hækkunarinnar á notendur þessara farartækja, sem og aðra borgarbúa.

Þetta er gert þrátt fyrir að borgaryfirvöld hafi komist að þeirri niðurstöðu að tvíhjóla-vélknúin-ökutæki (TVÖ) séu lítil og nett ökutæki sem minnka umferðaröngþveiti og eru umhverfisvænni en bílar. Kostnaður eigenda TVÖ mun aukast úr 0 krónum í um það bil 245.000 á ári, fyrir hvern einasta notanda TVÖ, sem kýs að nota slíkt farartæki til og frá vinnu alla daga.

2018 er kosningaár í Svíþjóð. Framganga stjórnvalda gagnvart eigendum TVÖ í „bílastæðamálum“ og útilokun frá umferðarstjórnun og notkun umferðarmannvirkja, gæti orðið mikið hitamál þegar kemur að kosningum í September.

Fjöldi TVÖ hefur tvöfaldast undanfarin 15 ár í Stokkhólmi. Um það bil 60.000 borgarar á Stokkhólmssvæðinu nota þessi snjöllu farartæki. Mótorhjólamenn í Stokkhólmi eru stærsti notendahópur þessara farartækja á Sænska vísu. Hin aukna umferð TVÖ hefur ekki leitt til umferðarteppu, hnignunar unhverfis, aukins kostnaðar í byggingu umferðarmannvirkja og fleiri bílastæðahúsa. Þvert á móti hefur aukin notkun TVÖ gert það að verkum að auðveldara hefur verið fyrir aukin fjölda fólks að komast leiðar sinnar.

Stokkhólmur hefur verið fyrirmynd annarra borga þegar kemur að notkun TVÖ. Borgin var fyrsta allra borga í heiminum til að leyfa akstur mótorhjóla á strætóreinum. Borgin hefur einnig, líkt og aðrar stórborgir í öðrum hlutum heimsins, boðið upp á endurgjaldslaus stæði fyrir TVÖ, þar sem mörgum farartækjum er lagt í sameiginleg stæði, hlið við hlið. Þessi hugsanagangur virðist nú heyra sögunni til.

Ein aðalástæða þess að borgaryfirvöld í Stokkhólmi vilja rukka TVÖ fyrir stæðanotkun, er, eins mótsagnakennt og það hljómar, til að minnka bílaumferð og auka fjölda lausra bílastæða um 15%. Einnig er ein ástæðan sú að yfirvöld vildu minnka „leitarumferðina“ sem eru ökumenn sem keyra hring eftir hring í leit að stæðum, en sú árátta er talin auka stress og mengun, auk þess að orsaka meiri umferð og umferðaröngþveiti. Lausn borgaryfirvalda er að rukka þá sem mest leggja af mörkum til minnkandi umferðar; mótorhjólamenn. Frá sjónarhóli SMC (Sveriges MotorCyklister) systursamtaka Sniglanna, væri hin rétta lausn að auka við ókeypis stæðafjölda fyrir TVÖ.

Ákvörðunin hefur verið kærð til Hæstaréttar, en án árangurs. Borgaryfirvöld eru staðráðin í því byrja innheimtu stæðagjalda um mánaðarmótin Apríl-Maí, en þau verða að upphæð 60-120 krónur (0,5- 1 Evra) á klukkustund, mismunandi eftir svæðum. Íbúar borgarinnar geta sótt um sérstakt stæðakort, en það gildir eingöngu á þeirra heimilisfangi, ekki á neinum stæðum borgarinnar þar sem TVÖ eru ætluð pláss. Í venjulegum bílastæðahúsum munu öll ökutæki þurfa að borga fullt verð. Þetta gæti einfaldlega leitt til fækkunar bílastæða, þar sem TVÖ munu taka heilt bílapláss þar sem þau eru rukkuð fyrir það hvort sem er.

Olle Henriksson, formaður SMC í Stokkhólmi, segir; „Ég er verulega vonsvikinn vegna þess að ekkert þeirra loforða sem gefin voru af formanni samgöngumála borgarinnar, Daniel Helldén, hafa verið haldin. Þess síður hefur loforð um samráð við SMC í Stokkhólmi, um að finna stæðahús og ónotuð svæði fyrir TVÖ, verið haldin. Það er augljóslega engin áhugi af hálfu Stokkhólmsborgar að vinna að minnkun þrengsla, betra umhverfi og betra aðgengi að borginni”.

Svona til fróðleiks má geta þess að meðalbíll þarf um 4,5 metra til að leggja. Mótorhjól, eða skellinaðra, sem lagt er þvert í bílastæði, tekur einungis um 0,75 metra og lengd hjólsins er svipuð breidd bílsins. Þetta þýðir að fyrir hvern bíl, má leggja 6 mótorhjólum, í sama pláss.

Athugasemdir

athugasemdir