Vel mætt á skoðunardag og vorfund

Hjólin biðu í röðum eftir skoðun á meðan að eigendur þeirra skunduðu á vorfundinn í sama húsi.

Hinn árlegi vorfundur bifhjólafólks var haldinn í dag samhliða skoðunardegi Snigla og var það almennt álit þeirra sem mættu að vel hefði tekist til. Mæting var góð þrátt fyrir rigningarsudda en veðrið skánaði eftir því sem leið á fundinn og fleiri hjól mættu í skoðun hjá Frumherja, þar sem 50% afsláttur var í boði ásamt veglegum veitingum. Á fundinum fór Einar Magnús Magnússon frá Samgöngustofu yfir slysatölur sem hafa batnað á undaförnum árum, en á meðan mótorhjólum hefur fjölgað um 20% hefur slysum fækkað um 47%. Einnig var rætt um hluti eins og ljósanotkun, reynslu bifhjólafólks og yfirborð vega. Steinmar Gunnarsson kynnti nýja bifhjólakennslubók sem Sniglar eru að gefa út í samvinnu við Netökuskólann. Árni Friðleifsson frá Umferðardeild Lögreglunnar hélt stutta tölu og minnti bifhjólafólk að það styttist í HM, sem þýðir það að Ingólfstorg verður ekki samkomustaður bifhjólafólks á meðan.

Einar Magnús fór yfir slysatölur sem fara batnandi.

Bifhjólasamtökin vilja þakka kærlega fyrir það samstillta átak sem þarf til að gera svona dag mögulegann, og þá sérstaklega starfsfólki Frumherja og Samgöngustofu, en einnig Nýja Ökuskólanum fyrir lánið á fundarstaðnum og Vegagerðinni fyrir að senda sína fulltrúa á fundinn.

Starfsmenn Frumherja fóru vandlega yfir hjólin meðan að eigendur þeirra sátu vorfundinn.

Athugasemdir

athugasemdir