Neyðarkall – Það vantar fólk í umferðargæslu!

“Ef við náum ekki að manna öll gatnamót af gæslufólki verður keyrslunni einfaldlega aflýst” segir Njáll Gunnlaugsson, formaður Snigla. Undirtektir við beiðni um mannafla við umferðargæslu hafa verið dræmar en til þess að öll gatnamót séu mönnuð þarf vel á þriðja tug manns en eins og staðan er núna vantar ennþá um 10 manns í gæslu. “Í sjálfu sér er umferðargæslan ekki flókin fyrir hvern og einn, fólk fær úthlutað gatnamótum sem það lokar með keilum sem búið er að koma þar fyrir, rétt áður en keyrslan kemur akandi. Við verðum að manna öll gatnamót því að á því byggist leyfið fyrir keyrslunni.” Ef þú lesandi góður vilt aðstoða okkur að halda keyrslunni gangandi getur þú haft samband við Njál með tölvupósti á njall@adalbraut.is og mætt á planið hjá Bauhaus klukkan tíu í fyrramálið.

Athugasemdir

athugasemdir