Góðar viðtökur við neyðarkalli

Það hafa verið góðar viðtökur við neyðarkalli um aðstoð við að manna gatnamót og lítur því út fyrir að af keyrslunni geti orðið. Veðrið er enn með besta móti og ekki útlit fyrir mikla úrkomu, ef einhverja á meðan á keyrslu stendur. Laugavegur lokar fyrir almennri umferð klukka 11 og þá mega mótorhjól byrja að safnast fyrir við Bankastrætið og vonandi náum við að fylla Laugaveginn eins og svo oft áður. Keyrlsan endar uppi í Bauhaus þar sem verður fjölbreytt dagskrá.

Athugasemdir

athugasemdir