Articles Posted by the Author: 1837  • Dagatal Snigla

    Að tilefni þess að Sniglar eru 25 ára á árinu var ákveðið að gefa út dagatal. Haft var samband við 12 sæta Snigla með lág númer, reynslubolta hina mestu og þeir beðnir um að taka þátt. Teknar voru myndir af þeim og þeir spurðir spjörunum úr. Einnig var tekin nýjasti snigilinn og smellt af honum mynd. Dagatalið átti að vera tilbúið rétt eftir áramótin en vegna fæðingarörðuleika prentara þá er það loks komið núna. 


  • Frá formanni

    Ágætu Sniglar.

    Fyrst af öllu langar mig til þess að þakka það traust sem Aðalfundur sýndi mér og og samstjórnarfólki mínu með því að veita okkur brautargengi í stjórn samtakanna.

    Framundan er afmælisárið sem við erum staðráðin í að gera eins ánægjulegt og mögulegt er – hverskyns uppákomur sem eiga að kynna samtökin og vekja athygli á hagsmunum hjólafólks almennt.