Articles Posted in the " Hagsmunamál " Category
 • Drög að frumvarpi

  Drög að frumvarpi

  Drög að frumvarpi til nýrra umferðarlaga til umsagnar öðru sinni

   

  Drög að frumvarpi til nýrra umferðarlaga eru nú til umsagnar öðru sinni hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Unnt er að senda inn umsögn um drögin til og með 26. nóvember næstkomandi á netfangið postur@sam.stjr.is.


 • Söfunarátak fyrir Grensásdeild

  Næstkomandi föstudag (á morgun), milli kl. 20 og 23, verður söfunarþáttur fyrir Grensásdeild LSH á RÚV. Sniglar vilja hvetja félagsmenn sína, sem tök hafa á, að styrkja þetta átak og hefur m.a. stjórn Snigla tekið þá ákvörðun að hluti ágóða jólaballsins í ár renni til deildarinnar.

 • Ályktun umferðarráðs 10. sept. 2009

  Ályktun umferðarráðs 10. sept. 2009

  Starfsemi grunnskóla er nú komin í fullan gang með tilheyrandi umferð. Sjaldan hafa fleiri börn hafið grunnskólanám hér á landi og því er mikil ástæða til að beina athygli að öryggi þeirra og umhverfi.

  Foreldrar og forráðamenn þurfa að undirbúa börnin, leiðbeina þeim og velja öruggustu leiðina í skólann. Ökumenn þurfa að vera sérlega vel á verði og minnt er á að víðast hvar er hámarkshraði við grunnskóla 30 km/klst.


 • Vel heppnaður fundur með samönguráðuneytinu

  dsc_0035Nú eru drög varðandi ný og endurskoðuð umferðarlög kominn fyrir almenningssjónir og hafði mótorhjólafólk úr öllum geirum sportsins við þau að athuga. Var því blásið til fundar með Birnu Hreiðarsdóttur, lögfræðingi hjá Samgöngumálaráðuneyti. Fundinn sátu fulltrúar frá Bifhjólasamtökum Lýðveldisins, Vélhjólaíþróttaklúbbnum og Slóðavinum.

  Það er skilningur Snigla eftir fundinn að athugasemdir þeirra varðandi hlífðarfatamálið og fleiri mál hafi verið teknar góðar og gildar og að þær verði teknar til gagngerrar endurskoðunnar í ráðuneytinu.


 • Hlífðarfatamál

  Vorið 2007 voru ný umferðarlög samþykkt sem skylduðu bifhjólafólk til að klæðast viðurkenndum lágmarks hlífðarfatnaði.   Hvað fólst í þeim orðum var ekki búið að skilgreina og hefur nú tveimur árum síðar enn ekki verið gert.   Skv lögunum er ráðherra veitt vald til að vinna nánari skilgreiningu á því hvað viðurkenndur lágmarksfatnaður við akstur bifhjóls felur í sér.
  Því miður er staðreyndin sú að upphafleg tillaga að þessum lögum kom frá umferðanefnd Bifhjólasamtaka Lýðveldisins,  Sniglum.  Ætlunin upphaflega var að fá skilgreiningar á hvað teldist til viðurkennds fatnaðar og fá svo í kjölfarið lækkun á tolla.  Í dag er leðurfatnaður skilgreindur sem tískuvara og ber tolla skv því.  Hugsunin var að með lægri tollum fengjum við lægra vöruverð og því fleiri sem hefðu efni á góðum göllum.  

 • Er Hlífðarfatnaðurinn þinn CE merktur ?

  ce
  Samkvæmt drögum að nýjum umferðarlögum er verið að skylda mótorhjólfólk á Íslandi til að nota staðlaðann hlífðarfatnað. Þarf allur gallinn þá að vera með CE merkingum sem þýðir einfaldlega að hann standist ákveðnar gerðir prófana, ef framleiðandi vill merkja hann þannig. Þetta eru Evrópureglur þannig að gallar framleiddir fyrir önnur markaðssvæði eru oftar en ekki án CE merkinga. Á Íslandi er löng og góð hefð fyrir notkun hlífðarfatnaðar og er Ísland líklega síðasta landið sem að þarf á slíkum lögum að halda. Norðmenn settu á svona lög fyrir nokkrum árum en drógu svo þá lagasetningu til baka þar sem að hún var talin ganga of langt.


 • LÍM Dagurinn

  Sumardaginn fyrsta síðastliðinn var Landsamband Íslenskra Mótorhjólaklúbba stofnað, skammstafað LÍM. Samband þetta er ætlað að vera vettvangur þar sem allir mótorhjólaklúbbar geta komið að með sínar skoðanir á þeim málum sem snúa að mótorhjólafólki almennt. Þetta er ekki á neinn hátt félag eða klúbbur heldur vettvangur þar sem hjólamenn, sem er ört vaxandi hópur, geta fengið stuðning við málefni sem þau berjast fyrir s.s. öryggi mótorhjólamanna. Má segja að um eins konar hringborð sé að ræða þar sem allir klúbbar landsins geta sent einn forsvarsmann með sitt atkvæði.