Articles Posted in the " Hagsmunamál " Category

  • Umhverfis vitund.

    Umhverfis vitund.

    Það er margt í umhverfinu sem getur reynst hjólafólki hættulegt. Oft eru umferðarmannvirki og frágangur þeirra einhvernvegin ekki hugsaður til enda né miðaður við alla tegund umferðar sem um þau fer. Sniglar ætla að standa fyrir söfnun ábendinga og mynda af þessum hættum núna á vordögum og birta þær til að byrja með hér á vefnum, en á endanum safna þeim saman og senda ábendingar á viðeigandi aðila. Við hvetjum því hjólafólk til að senda okkur ábendingar um þessa staði á vefstjorn@sniglar.is og ef myndavélin er með í för að smella af nokkrum myndum sem útskýra aðstæður og láta þær fylgja.