Articles Posted in the " Landsmót " Category • Landsmót 2009

  Landsmót 2009

  Kæru Landsmótsgestir, ég vil þakka ykkur kærlega fyrir komuna á mótið  og prúða framkomu.  Ég vil þakka öllu því góða fólki sem aðstoðaði við að gera mótið að einu besta til þessa.

  Sérstaklega vil ég nefna Bjartmar gæslustjóra og Önnu hjúkku, þau stóðu sig með stakri prýði.  Það er ómetanlegt að hafa svona fólk í vinnu sem maður getur treyst fullkomlega fyrir þeim verkefnum sem þau taka að sér.  Gæslunni í heild sinni vil ég þakka fyrir vel unnin störf og vona að þau vilji koma að þessu í framtíðinni.

  Raftarnir gerðu leikina að einstakri skemmtun.  Ég held að það hafi verið ein farsælasta beiðni sem ég hef gert varðandi störf mín við landsmót  að fá þá til að sjá um leikina.  Raftarnir hafa lyft þeim á annað og hærra plan.

   

  Félagar í #10 sáu um grillið í ár, það tókst einstaklega vel.  Eins og allir vita  þá vitum við aldrei hvað koma margir á mótið, svo að það er mjög erfitt að kaupa í matinn.  Það vantaði því uppá eitt og annað  en grillurunum tókst að leysa málin með skömmtun og útsjónarsemi.  Kann ég þeim bestu þakkir og vona svo sannarlega að þau verði til í að taka verkefni sem þetta að sér aftur.