Hagsmunamál

Hagsmunir hjólafólks eru margir og mismunandi og fer í mörgu eftir því hvaða anga sportsins hver og einn er að stunda. Sem stór þrýstihópur hafa Sniglar látið til sín taka í hagsmunabaráttu bifhjólafólks í gegnum árin og unnið á því sviði mörg verkefni. En betur má ef duga skal því verkefnin eru mörg og brýn. Sniglar hafa lengi haft á því áhuga að sameinað afl hjólafólks, klúbba og samtaka úr öllum þáttum sportsins samræmi aðgerðir og beiti sér sem eitt afl í baráttunni fyrir hagsmunum okkar.

Öruggari umferðarmannvirki, sanngjörn og raunhæf beiting skatta, tolla og gjalda, svo sem trygginga og annara kostnaðarliða eru ofarlega á blaði. Almenn aðstaða til iðkunar akstursíþrótta á lokuðu þar til gerðu svæði sem uppfyllir allar eðlilegar öryggiskröfur er líka ofarlega á blaði og má í raun segja að staða slíkra mála á Íslandi sé þjóðinni til skammar í samanburði við nágrannalönd okkar.

Sniglar munu leggja á það aukna áherslu að safna tölfræði og upplýsingum meðal félagsmanna sem og annara áhugasamra hjólamanna í formi kannana til úrvinnslu og notkunar í hagsmunabarátunni. Þessi gögn munu verða öllu þeim aðilum sem áhuga hafa á að leggja hagsmunabaráttuni lið aðgengilegar. Vefur snigla er mikið lesinn og sterkur miðill meðal hjólamanna og við kvetjum alla þá sem koma að eða vinna í hagsmunamálum tengdum hjólafólki til að nýta sér þennan miðil.