Nýlegar fréttir


 • Braut í fæðingu

  Braut í fæðingu

  Góðan daginn áhugafólk um kappakstur á öllum ökutækjum sem ná allt að 300km hraða…(Á lokuðum Brautum) Er að vinna að stórri viðskiptaáætlun með smíði á alvöru malbikaðri braut allt að 4000metra löng og lámark 12 metra breið með öllu tilheirandi og hefði áhuga á að kanna áhuga ykkar akstursíþróttafólks hvort áhugi sé virkilega fyrir þessari stærð af braut…


 • Skýrsla umferðanefndar 2008

  Skýrsla umferðanefndar 2008

  Við vorum með skjáauglýsingar í mars á 365 fjölmiðlum í  3 vikur sem kostuðu okkur um 200 þús.  Við tókum myndirnar sjálf og útveguðum módelin sem og hjólið og gekk það bara ágætlega upp.
  1 maí var stærsta keyrsla sumarsins og var áætlað að um 1200 manns hefðu tekið þátt í henni.  Ekið var frá Marel, Garðabæ niður á Skarfabakka og var röðin svo löng að þegar fremstu hjól voru komin að Húsasmiðjunni á Sæbraut voru síðustu hjólin ekki enn lögð af stað úr Marel.  Í lok keyrslunnar vorum við með veitingar og kynningar ásamt vel heppnaðri akstursleikni sem Njáll sá um.  Flott veður og flottur dagur í alla staði. • Umhverfis vitund.

  Umhverfis vitund.

  Það er margt í umhverfinu sem getur reynst hjólafólki hættulegt. Oft eru umferðarmannvirki og frágangur þeirra einhvernvegin ekki hugsaður til enda né miðaður við alla tegund umferðar sem um þau fer. Sniglar ætla að standa fyrir söfnun ábendinga og mynda af þessum hættum núna á vordögum og birta þær til að byrja með hér á vefnum, en á endanum safna þeim saman og senda ábendingar á viðeigandi aðila. Við hvetjum því hjólafólk til að senda okkur ábendingar um þessa staði á vefstjorn@sniglar.is og ef myndavélin er með í för að smella af nokkrum myndum sem útskýra aðstæður og láta þær fylgja.


 • Sögustund Slóðavina

  Slóðavinir minna á sögustund þriðjudagskvöldið 17. mars.

  Næst á dagskrá Slóðavina er Sögustundin. Ferðalög um Ísland á mótorhjólum hafa verið stunduð af íslendingum sem útlendingum frá því snemma á tuttugustu öldinni. Þessum frumkvöðlum í ferðamennsku á mótorhjólum verða gerð skil í máli og myndum þriðjudagskvöldið 17. mars.


 • Nýr vefur

  Þá er nýr vefur snigla kominn í loftið. Markmið okkar er lifandi vefur um snigla og hjólamenninguna almennt í landinu. Forvarna og hagsmunamála vinnan fær á nýjum vef sérstakan sess og er ætlunin að reyna að vera með upplýsandi fréttaflutning af þeim málum sem í gangi eru. Nýjung á vefnum er upplýsingatorg, þar sem ætlunin er að byggja upp nokkurskonar „gulu síðurnar“ fyrir hjólafólk og smáauglýsingarnar hafa verið endurvaktar.

Hagsmunamál

Forvarnir

Landsmót

Hjólamenningin