5/3/2024

FEMA fulltrúi Snigla óskast

Höfundur:
Jokka G Birnudóttir
Hagsmunamál

Fema fulltrúi Snigla

Bifhjólasamtök Lýðveldisins, Sniglar eru að leita að einstaklingi sem vill taka að sér hlutverk fulltrúa Snigla í Fema (Federation of European Motorcyclists).

Fema starfar á Evrópuplani og er með höfuðstöðvar í Brussel. Stór hluti starfsins gengur út á að gæta hagsmuna bifhjólamanna og vera í návígi við uppsprettu þeirra laga og reglna sem kunna að verða settar sem gætu á einhvern hátt komið bifhjólamönnum illa, eða kostað mikið og kostnaðarsöm óþægindi.

Hlutverkið gengur út á að taka þátt í fundum fulltrúaráðs Fema, þrisvar á ári.

Þessir fundir fara fram í október,(haustfundur) febrúar ,(aðalfundur) og i júní (vorfundur).

Fulltrúaráð, ásamt stjórn Fema, leggja línur í starfi sambandsins; hvað þarf að gera, hvernig það er gert og hver gerir það.Fema hefur yfir einum starfsmanni að ráða og er hann framkvæmdastjóri sambandsins (e: General Secretary).

Meiri upplýsingar um Fema má nálgast á vefsambandsins: www.femamotorcycling.eu

Starfið er ólaunað, en kostnaður er greiddur (flug, gisting, matur)

Til að byrja með væri viðkomandi í fylgd með núverandi fulltrúa Snigla og tæki þátt í fundum sem áheyrnarfulltrúi.

Núverandi Fema fulltrúi er Steinmar #1858, en hann situr einnig í stjórn sambandsins.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að taka að sér þetta hlutverk, er bent á að senda upplýsingar um sig og sinn bakgrunn á netfangið stjorn@sniglar.is Einnig er hægt að nálgast nánari upplýsingar á opnum húsum Snigla í Skerjafirði.

 

 

 

...

Nýlegar fréttir