6/5/2022

Frjáls framlög 1.maí

Höfundur:
Jokka G Birnudóttir
Hjólamenningin

1.maí keyrsla Snigla tókst vonum framar og gekk allt upp sem þurfti að ganga upp.

Það var mikil gleði í hjólafólki og voru um 1000 hjól allt í allt sem tóku þátt þennan dag.

Sú nýbreytni var tekin upp hjá Sniglum að safna frjálsum framlögum, annarsvegar til styrktar Grensás og hinsvegar til að vega á móti kostnaði Snigla við hópkeyrsluna.

Það var tekið ágætlega í þessa hugmynd og safnaðist alls 107 þúsund, og þökkum við kærlega fyrir stuðninginn.

Hins vegar var ákveðið að láta alla upphæðina ganga óskipta til Grensás að þessu sinni, þar sem þar er unnið mjög svo mikilvægt starf til að endurhæfa fólk eftir slys og eða sjúkdóma.

Vonandi þurfa sem fæstir að nýta þá þjónustu samt.

Við segjum bara aftur, gleðilegt sumar, farið varlega og komum öll heil heim

Ljósmyndari; Elva Hrönn Guðjartsdóttir

Þessir tveir leiddu keyrsluna í ár, Ingvar Þorvaldsson, og Ásmundur Sigurðsson
Sober Riders fjölmenntu í umferðarstjórn
Steinmar Gunnarsson og Sveinn Óðinn Ingimarsson, ásamt fleirum úr stjórn Snigla mættu með skóflur og kústa til að sópa hringtorgið við Bauhaus fyrir keyrsluna

...

Stikkorð:
Nýlegar fréttir