Saga snigla

Saga mótorhjólsins á Íslandi hefst árið 1905. Það ár flytur Þorkell Clemenz, bílstjóri fyrsta bíls á Íslandi inn hjól sem hann kallaði ELG og sótti reyndar um einkaleyfi fyrir nafninu. Vildi Þorkell meina að þar væri komið farartæki sem hentaði íslenskum aðstæðum mun betur en Thomsensbíllinnn en hörmungarsaga hans var slík að það var umtalað. Því var það með nokkru stolti að hann segir frá því að mótorhjólið hafi farið leiðina á milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar á tuttugu mínútum meðan Thomsensbílinn var tvo tíma að fara þrjá fjórðu leiðarinnar.

Eins og með innflutning bílsins að þá gerist ekki mikið næsta áratuginn í innflutningi mótorhjóla til landsins. Um miðjan annan áratug þessarar aldar fer þó að bera á því og upp spretta nokkur umboð mótorhjóla eins og BSA, Harley Davidson og Henderson en það umboð hafði Epsolin & Co. á Akureyri. Enn er til eitt eintak af þeim hjólum og er það í uppgerð. Reyndar er það aðeins annað af tveimur sem er eftir í heiminum í dag.

Næstu tvo áratugina gerist svo sem ekki mikið. Áfram er flutt eitthvað inn af mótorhjólum en í litlum mæli miðað við ört vaxandi fjölda bíla í landinu. Á árum seinni heimstyrjaldarinnar breytist þetta hins vegar til muna. Kemur þar tvennt til, influtningur breska hersins á mótorhjólum til eigin þarfa og innflutningur íslenskra sjómanna á mótorhjólum sem keypt voru erlendis og flutt heim með skipunum. Þegar kom að því að bretinn fór þurfti hann auðvitað að losa sig við hjólin og bauð því landanum til kaups. Þessi hjól fóru fæst á skrá fyrr en eftir stríð og þess vegna mikið af hjólum til í skráningarbókum sem eru 1945-46 árgerð en eru í flestum tilfellum eitthvað eldri.

Á heimstyrjaldarárunum eignast Lögreglan í Reykjavík einnig sín fyrstu Harley Davidson hjól sem átti eftir að koma sér vel þegar Íslendingar fögnuðu stofnun lýðveldisins á Þingvöllum en þá sem seinna meir urðu miklar umferðartafir sem engin gat leyst úr nema auðvitað mótorhjólin sem áttu auðvelt með að smjúga á milli. Lögreglan hélt áfram að nota Harley Davidson hjólin alveg fram á okkar daga.Influtningur á mótorhjólum fór stöðugt vaxandi eftir stríð. Á sjötta áratugnum fór að bera nokkuð á Vespum o þess háttar skellinöðrum og áttu mörg fyrirtæki í Reykjavík slík hjó, til sendlastarfa, þ.á.m. Landsvirkjun, Ríkisútvarpið og Landsíminn.

Innflutningur mótorhjóla náði svo hámarki á áttunda áratugnum með “innrásinni” frá Japan. Árið 1974 flutti Honda umboðið til að mynda inn fimmhundruð mótorhjól, en það þýðir að þeir hafa verið að selja tvö hjól hvern virkan dag á því ári. Á þessum tíma verða líka til fyrstu mótorhjólaklúbbarnir eins og Elding og Bifreiða- og Vélhjólaklúbbur Reykjavíkur. Vélhjólaíþróttaklúbburinn er svo stofnaður 1978 og Sniglar 1. apríl 1984.

Fyrstu ár samtakanna

Fyrsti fund­ur­inn var reynd­ar hald­inn dag­inn áður, en hon­um var fram­haldið dag­inn eft­ir og þar fékk barnið líka nafnið, Bif­hjóla­sam­tök lýðveld­is­ins, Snigl­ar. Fund­arstaður­inn var fé­lags­heim­ilið Þrótt­heim­ar og í til­efni að þessu stóraf­mæli halda Snigl­ar þar Snigla­veislu í kvöld á gamla fund­arstaðnum. En hver skyldi nú hafa verið til­gang­ur­inn með stofn­un þessa fé­lags­skap­ar? Í upp­hafi var til­gang­ur­inn ein­fald­lega sá að sam­eina mótor­hjóla­fólk og fá það til að taka niður hjálm­ana þegar það hitt­ist. Fljót­lega vatt það þó upp á sig og óhætt er að segja að Snigl­ar hafi komið að mörgu verk­inu á 30 ára ferli sín­um.

Þróttmikið félagsstarf

Fyrstu árin var starfið fé­lags­miðað að mestu og mikið púður fór í að skipu­leggja skemmti­leg­ar ferðir vítt og breitt um landið. Var farið á götu­hjól­um í Land­manna­laug­ar og um Vest­f­irði svo eitt­hvað sé nefnt. Lands­mót var skipu­lagt árið 1987 og á það mót mættu um 120 gest­ir, marg­ir þeirra á hjól­um. Óslit­in hefð hef­ur verið fyr­ir lands­móti fyrstu helg­ina í júlí síðan þá. Snigl­ar sinntu lengi vel gæslu víða og kom það fyrst til vegna neyðarástands sem kom upp við ferj­una Smyr­il á Þjóðhátíð 1986. Mik­ill mann­fjöldi reyndi að ryðjast um borð en Snigl­ar sem þarna voru komn­ir til að taka þátt tóku sig til og pössuðu að hleypa inn á bryggj­una í skömmt­um svo að eng­inn træðist und­ir. Sú rögg­semi spurðist út og fljót­lega höfðu Snigl­ar nóg að gera við gæslu.

Þegar sam­tök­in urðu 10 ára var hald­in veg­leg af­mæl­is­sýn­ing í Laug­ar­dals­höll þar sem um 200 mótor­hjól voru til sýn­is. Árið 1995 gengu Snigl­ar í Evr­ópu­sam­tök bif­hjóla­fólks (FEMA) og eru þar enn. Um­ferðarátak hef­ur verið nán­ast ár­leg­ur viðburður hjá sam­tök­un­um og 1997 voru gerð fleiri sjón­varps­inn­skot. Snigl­ar létu gera slys­a­rann­sókn árið 2001 sem náði yfir öll slys á 10 ára tíma­bili, frá 1991-2000. Nokkr­um árum seinna fengu Snigl­ar full­trúa í Um­ferðarráði sem þeir hafa haldið síðan. Síðustu ár hafa Snigl­ar látið enn meira til sín taka í hags­muna­starfi bif­hjóla­fólks og haft áhrif á breyt­ingu á um­ferðarlög­um, átt í góðu sam­starfi við Vega­gerðina um betri vegi fyr­ir bif­hjóla­fólk og haft full­trúa í starfs­hópi inn­an­rík­is­ráðuneyt­is um um­ferðarör­yggi,

Hagsmunasamtök

Hags­muna­gæsla hef­ur þó löng­um verið það sem að starf Bif­hjóla­sam­taka lýðveld­is­ins snýst um. Snigl­ar hafa löng­um beitt sér fyr­ir slysa­vörn­um á einn eða ann­an hátt. Fyrst kom það til með ár­leg­um vor­fund­um Snigla og lög­regl­unn­ar með Ómar Smára Ármanns­son í for­svari. Árið 1992 gáfu svo Snigl­ar út fyrsta for­varn­ar­efni sitt en það voru fimm sjón­varps­inn­skot sem einnig voru sýnd í bíó­hús­um. Vakti efnið at­hygli og þá einnig út fyr­ir land­stein­ana. Sama ár urðu líka mikl­ar hækk­an­ir á bif­hjóla­trygg­ing­um og Snigl­ar gagn­rýndu bif­hjóla­kennslu sem var lít­il sem eng­in.

Scroll to Top