Skyndihjálp með Lúlla löggu

Skeljanes Skeljanes, Reykjavík, Iceland

Miðvikudagskvöldið 02.apríl kl 19:30.Í fyrra fengum við Lúlla löggu til að halda skyndihjálparnámskeið fyrir bifhjólafólk, sem lukkaðist svona líka vel.Í ár ætlum við að endurtaka leikinn þar sem það er mikilvægt fyrir okkur að geta brugðist við ef við komum að slysi eða þurfum að grípa til fyrstu hjálpar.Oftar en ekki eru það einhverjir sem eru tengdir okkur sem þurfa á aðstoð okkar að halda.Það er frítt fyrir greidda Snigla en kr 2.000 fyrir aðra gesti.Húsið opnar kl 19:00 en námskeiðið hefst kl 19:30 stundvíslega.Vinsamlegast skráið ykkur með því að senda póst á stjorn@sniglar.is

1.maí keyrsla Snigla

Grandi Grandagarði, Reykjavík, Iceland

Þann 1.maí verður hefðbundin hópkeyrsla Snigla frá Grandagarði að Háskóla Reykjavíkur Verðum með hefðbundinn límmiða til sölu til styrktar Grensás Við endastöð er hægt að versla sér snæðing Keyrslan fer af stað kl 12.00

Shopping Cart
Scroll to Top