Dögg Matthíasdóttir

Opinn fundur með vegagerðinni – upptaka

Hér setjum við inn upptöku frá opna fundinum sem haldinn var í húsnæði Vegagerðarinnar í Garðabæ miðvikudaginn 23.október. Hér er dagskráin: 1. Nýframkvæmdir og fjárfestingar næstu árin – Arndís Ósk Arnalds, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs 2. Viðhald á vegum – Oddur Sigurðsson Hjaltalín, forstöðumaður stoðdeildar 3. Upplýsingamiðlun til vegfarenda – Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustudeildar 4. Opnar umræður og spurningar Fjöldi bifhjólafólks mætti á kynninguna ásamt, forstjóra Colas, Sigþóri Sigurðssyni, alþingismaðurinn Gísli Rafn Ólafsson, Pírötum og framkvæmdastjóri FÍB Runólfur Ólafsson. Við þökkum öllum sem komu og tóku þátt í að kynna sér bætt öryggi okkar í umferðinni. Við höfum sýnt að við erum sterk samtök og félagsfólk okkar hefur mikið fram að færa í þessum málefnum. Það hefur vakið athygli hversu sterk og sýnileg við erum.

Opinn fundur með vegagerðinni – upptaka Read More »

Opinn fundur með vegagerðinni 23. 10. 2024

“Ákall um úrbætur, of lítið fjármagn til viðhalds gatnakerfis hefur kostað mannlíf”Bifhjólafólk hefur um langt bil kallað eftir viðbrögðum stjórnvalda og Vegagerðar um úrbætur á vegumlandsins, en mörg slys hafa orðið vegna vankanta í þeim efnum.Miðvikudaginn 23.október verður opinn fundur Snigla og Vegagerðarinnar kl 19.00, að Suðurhrauni 2 íGarðabæ Við viljum fá svör við því hvernig hægt er að nálgast fjármagn sem þarf til að viðhalda vegakerfinu okkar,en stjórnvöld hafa svelt þennan málaflokk svo árum skiptir sem kemur niður á almenningi.Of mjóir vegir, lélegar klæðingar, einbreiðar brýr, lítil ending á malbiki, endalausar holur, sig í vegum,hjólför, og mikill umferðarþungi, allt þetta veldur slysum.Sniglar hvetja bifhjólafólk til að fjölmenna á fundinn en dagskráin verður sem hér segir;Fundarstjóri kvöldsins verður G. Pétur Matthíasson Dagskrá: Vegagerðin mun sjá um að bjóða upp á hressingu á staðnum. Þar sem kosningar eru framundan hvetjum við alla tilvonandi þingmenn til að mæta og taka þátt í þessum umræðum með okkur, því þetta er jú málefni sem snertir okkur öll, til framtíðar

Opinn fundur með vegagerðinni 23. 10. 2024 Read More »

Ákall um úrbætur, alltof lítið fjármagn til viðhalds gatnakerfis hefur kostað mannslíf

Bifhjólafólk sótti á miðvikudaginn 10.júlí kynningarfund hjá Vegagerðinni í framhaldi af lagningu tilraunamalbiks á Reykjanesbraut. Talsverðar umræður höfðu skapast um þessa tilraun sem og tíðar blæðingar í klæðningu undanfarin ár.

Ákall um úrbætur, alltof lítið fjármagn til viðhalds gatnakerfis hefur kostað mannslíf Read More »

Afmælissýning Snigla í sýndarveruleika

Bifhjólasýning Snigla fær framhaldslíf Ef þú misstir af bifhjólasýningu Snigla um síðastliðna páska þarftu samt ekki að örvænta. Sýningin hefur nefnilega opnað aftur í netheimum með aðstoð sýndarraunveruleika. Með því að smella á hlekkinn, getur þú heimsótt sýninguna í þrívídd og skoðað mótorhjólin frá öllum hliðum. Á sýningunni voru hátt í 140 mótorhjól af öllum gerðum og stærðum og segja má að sjón sé sögu ríkari. Uppsetning sýningarinnar í þrívídd var unnin af Hermanni Valssyni í samvinnu við Bifhjólasamtök Lýðveldisins.

Afmælissýning Snigla í sýndarveruleika Read More »

Scroll to Top